Söngfélagið Harpa [6] (1939-43)
Íslenskt söngfélag starfaði á stríðsárunum í Bellingham í Washington ríki í Bandaríkjunum undir stjórn Helga Sigurðar Helgasonar. Það gekk undir nafninu Söngfélagið Harpa og sótti stjórnandinn nafnið ekki langt yfir skammt því föðurbróðir hans, Jónas Helgason hafði einmitt stofnað söngfélag undir sama nafni í Reykjavík nokkrum áratugum fyrr. Söngfélagið Harpa var líklega stofnað á fyrri…
