Söngfélagið Harpa [6] (1939-43)

Íslenskt söngfélag starfaði á stríðsárunum í Bellingham í Washington ríki í Bandaríkjunum undir stjórn Helga Sigurðar Helgasonar. Það gekk undir nafninu Söngfélagið Harpa og sótti stjórnandinn nafnið ekki langt yfir skammt því föðurbróðir hans, Jónas Helgason hafði einmitt stofnað söngfélag undir sama nafni í Reykjavík nokkrum áratugum fyrr. Söngfélagið Harpa var líklega stofnað á fyrri…

Söngfélagið Svanur [2] (1909-13)

Kór var starfandi meðal Vestur-Íslendinga í Ballard í Seattle í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið við upphaf 20. aldar, kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur og líklega var um að ræða karlakór. Heimildir herma að Söngfélagið Svanur hafi verið stofnað árið 1909 og starfaði það til ársins 1913 að minnsta kosti undir stjórn Helga Sigurðar…