Kvartettinn og Kristján (1957-62)

Kvartettinn og Kristján (eða HGH kvartettinn og Kristján eins og hún var einnig nefnd) starfaði á Bíldudal á sjötta og sjöunda áratugnum en hún hafði áður gengið undir nafninu HGH tríóið. Það voru þeir Jón Ástvaldur Hall Jónsson gítarleikari, Hreiðar Jónsson harmonikkuleikari og Guðbjörn Jónsson trommuleikari sem höfðu skipað tríóið en þegar Guðmundur R. Einarsson…

HGH tríóið [2] (1997-2000)

HGH tríóið var að líkindum sett saman fyrir skemmtiferð sem Hafnargönguhópurinn stóð fyrir haustið 1997 en HGH stóð einmitt fyrir Hafnargönguhópurinn, tríóið skemmti í þessari ferð um borð í skemmtisiglingaskipinu Árnesi en engar upplýsingar er að finna um meðlimi þess nema að þeir voru úr þessum hópi. Ferðin var farin í tilefni af fimm ára…

HGH tríóið [1] (1955-57)

HGH tríóið hefur sögulegu hlutverki að gegna í menningarsögu Bílddælinga en sveitin var fyrsta hljómsveitin sem starfaði í þorpinu. Ekki er alveg á hreinu hvenær HGH tríóið byrjaði að spila saman en hugsanlega var það árið 1955, jafnvel fyrr – það voru þeir bræður Hreiðar harmonikkuleikari og Guðbjörn trommuleikari Jónssynir og Jón Ástvaldur Hall Jónsson…