Hydra [2] (2007)

Hljómsveitin Hydra var starfrækt á Höfn í Hornafirði árið 2007 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin var þá skipuð þeim Ottó Marwin Gunnarssyni bassaleikara, Hilmari Guðjónssyni gítarleikara, Sigfinni Björnssyni gítarleikara og söngvara og Olgeiri Halldórssyni trommuleikari. Hydra komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna og annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, þ.m.t.…

Hrókar alls fagnaðar [2] (2007)

Sumarið 2007 starfaði hljómsveit undir merkjum Listahóps Seltjarnarness undir nafninu Hrókar alls fagnaðar, sveitin tróð upp við ýmis tækifæri þetta sumar s.s. fyrir gesti sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi, fyrir aldraða og víðar. Meðlimir Hróks alls fagnaðar voru þau Kjartan Ottósson gítarleikari, Gunnar Gunnsteinsson bassaleikari [og söngvari?], Ragnar Árni Ágústsson hljómborðsleikari, Jason Egilsson trommuleikari, Lárus Guðjónsson [?],…