Hver [1] (1976-81)

Hljómsveitin Hver frá Akureyri á sér nokkuð merkilega sögu en hún starfaði um fimm ára skeið og þróaðist á þeim tíma úr því að vera skólahljómsveit yfir í ballsveit sem lagði áherslu á sálartónlist, Hver varð aldrei mjög þekkt enda sendi sveitin einungis frá sér eina smáskífu en átti hins vegar þátt í því að…

HIBS (um 1985)

Hljómsveit sem bar nafnið HIBS (H.I.B.S.) var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék á dansleikjum á svæðinu, sveitin mun mestmegnis hafa verið með hefðbundna balltónlist og gömlu dansana á prógrammi sínu. Nafn sveitarinnar (HIBS) var sett saman úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hilmar Þór Hilmarsson söngvari,…

Bakkabræður [2] (?)

Hljómsveit var einhverju sinni starfandi á Bakkafirði undir nafninu Bakkabræður, líklega á áttunda áratug síðustu aldar. Hilmar Þór Hilmarsson var mögulega söngvari þessarar sveitar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar.