Hinir [1] (um 1970?)

Hljómsveit sem bar nafnið Hinir var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu (hugsanlega Kópavogi) fyrir margt löngu og miðað við þá spilafélaga sem þar komu við sögu gæti sveitin hafa starfað um eða upp úr 1970. Meðlimir Hinna voru þeir Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Már Zóphaníasson [?], Ari Kristinsson orgelleikari, Eyþór [Guðmundur Jónsson?] og Sigþór Hermannsson [?]. Allar…

Hinir [2] (2005)

Hinir var rappdúett þeirra Poetrix (Sævar Daníel Kolandavelu) og Huxun (Marlon Pollock) en þeir störfuðu saman undir þessu nafnið árið 2005, og munu eitthvað hafa komið fram opinberlega undir því nafni. Einnig er hugsanlegt að þeir félagar hafi enn verið starfandi árið 2008, og að þeir hafi þá jafnvel verið fleiri. Óskað er eftir frekari…

Hinir [3] (2008-2011)

Vorið 2008 var hljómsveit meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, sem bar nafnið Hinir og var líkast til úr Mosfellsbæ. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sunna Margrét Þórisdóttir söngkona, Valbjörn Snær Lilliendahl söngvari og gítarleikari, Sveinn Pálsson hljómborðsleikari, Pétur Finnbogason trommuleikari, Gunnar Örn Freysson bassaleikari og Jón Birgir Eiríksson hljómborðsleikari. Hinir komust í úrslit keppninnar en hafði þar…