Hanniböl (1973)

Þjóðlagatríó sem bar nafnið Hanniböl var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu í nokkra mánuði árið 1973 en þá um vorið kom það fyrst fram opinberlega í sjónvarpsþætti hjá Lítið eitt. Í kjölfarið kom tríóið eitthvað áfram fram með söngdagskrá um sumarið þar sem það lék að mestu frumsamda texta við eigin lög og annarra, m.a. á Akranesi,…

Snarl [1] (1970)

Þjóðlagadúettinn Snarl kom fram opinberlega á þjóðlagakvöldi sem haldið var í Tónabæ haustið 1970, og bendir fátt til þess að sá dúett hafi verið langlífur. Það voru þeir Hjálmar Sverrisson og Matthías Kristiansen sem skipuðu Snarl en óskað er eftir frekari upplýsingum um þá félaga.