Hjónabandið [5] (1996-)

Hljómsveitin Hjónabandið í Rangárþingi eystra er líklega þekktust þeirra sveita sem starfað hafa undir þessu nafni en sveitin á sér sögu allt frá árinu 1995 og er líklega enn starfandi að nafninu til þótt ekki sé víst að hún hafi komið fram opinberlega á allra síðustu árum. Stofnun Hjónabandsins má rekja til ársins 1995 þegar…

Hjónabandið [4] (1993-2012)

Hjónabandið svokallaða úr Önundarfirðinum var eins og nafnið gefur til kynna dúett eða hljómsveit hjóna en þau Árni Brynjólfsson og Erna Rún Thorlacius bændur á Vöðlum í Önundarfirði störfuðu undir þessu nafni til fjölda ára og léku fyrir dansi og söng, mest á Vestfjörðum en einnig víðar um land og reyndar einnig að minnsta kosti…

Hjónabandið [6] (2000)

Árið 2000 var starfræktur sönghópur (eða söngdúett) innan Kirkjukórs Akureyrarkirkju undir nafninu Hjónabandið en hann kom fram á tónleikum kórsins þá um haustið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hjónabandið, m.a. hverjir skipuðu það og hversu lengi það starfaði.

Hjónabandið [7] (2004-11)

Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir starfræktu dúett sem þau kölluðu Hjónabandið, af því er virðist um nokkurra ára skeið – líklega á árunum 2004 til 2011 eða jafnvel lengur. Arngrímur lék á harmonikku og Ingibjörg á trommur en hún hóf að spila á trommur um sextugt, líklega skiptu þau hjónin með sér söngnum. Hjónabandið…

Hjónabandið [8] (2011)

Hljómsveit sem bar nafnið Hjónabandið lék á dansleik í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu sumarið 2011 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Hugsanlegt er að hér sé annað hvort um að ræða hljómsveitirnar Hjónabandið úr Önundarfirði eða Hjónabandið úr Fljótshlíðinni, sem báðar voru starfandi á þessum tíma en það hlýtur þó að vera…

Hjónabandið [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt á Höfn í Hornafirði í kringum 1980 – a.m.k. árið 1981 undir nafninu Hjónabandið en það ár lék hún bæði á heimaslóðum á Höfn og á Norðfirði. Haukur Þorvaldsson var einn meðlima Hjónabandsins en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann lék, líklegt er út frá nafni sveitarinnar að hún hafi verið…

Hjónabandið [2] (1986)

Hjónabandið mun hafa verið sönghópur sem starfaði um skeið árið 1986 innan Kveldúlfskórsins svokallaða sem starfaði þá í Borgarnesi undir stjórn Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þennan sönghóp en reikna má með að þar hafi verið kvartett, sextett eða tvöfaldur kvartett skipaður hjónafólki.

Hjónabandið [3] (1994)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit (eða eitthvað annað) sem kom fram á skemmtun á Breiðdalsvík haustið 1994, undir nafninu Hjónabandið. Hér er líklega ekki um að ræða hljómsveit sem bar þetta sama nafn ríflega áratug fyrr á Höfn í Hornafirði.