Hljómalind [1] [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa / annað] (1990-2003)

Fyrirbærið Hljómalind var margt í senn, plötuverslun, útgáfufyrirtæki og tónleikahaldari með megin áherslu á jaðartónlist, og líklega hitti blaðamaður Morgunblaðsins naglann á höfuðið þegar hann talaði um Hljómalind sem „lífæð neðanjarðarmenningar á Íslandi“. Maðurinn á bak við Hljómalind var Kristinn Sæmundsson sem ýmist hefur gengið undir nafninu Kiddi kanína eða Kiddi í Hljómalind, hann hafði…

Hljómalind [2] (2016)

Djasskvartett sem bar nafnið Hljómalind kom fram á djasskvöldi á Kex hostel haustið 2016 og virðist aðeins hafa komið fram í þetta eina skipti, og hugsanlega sett saman fyrir þessu einu uppákomu. Meðlimir Hljómalindar voru þeir Hjörtur Stephensen gítarleikari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Scott McLemore trommuleikari. Kvartettinn lék frumsamið efni þeirra félaga…