Hnakkarnir (2007)

Kántrísveitin Hnakkarnir var skammlíf hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 2007 en sveitin lék þá á fáeinum uppákomum s.s. á opnunarhátíð álversins á Reyðarfirði. Hnakkarnir munu hafa verið eins konar útibú frá hljómsveit Ágústs Ármanns Þorlákssonar en meðlimir sveitarinnar voru auk Ágústs Ármanns sem lék á hljómborð og munnhörpu, þau Guðmundur Rafnkell Gíslason söngvari og…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [1] (1969)

Tónlistarfrömuðurinn Ágúst Ármann Þorláksson starfrækti hljómsveit á Norðfirði árið 1969, Hljómsveit Ágústs Ármanns en hún lék á dansleik í Egilsbúð í bænum þá um vorið og e.t.v. fleiri slíkum. Auður Harpa Gissurardóttir söng með hljómsveit Ágústs og hann sjálfur lék líklega á hljómborð en upplýsingar um aðra meðlimi vantar og er því hér með óskað…