Hljómsveit Akureyrar [1] (1914-19)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Hljómsveit Akureyrar og á öðrum áratug tuttugustu aldarinnar voru í rauninni tvær eða þrjár sveitir undir því sama nafni, þeim er hér spyrt saman í eina umfjöllun. Árið 1914 var stofnuð hljómsveit á Akureyri undir þessu nafni og mun hún hafa starfað um tveggja ára skeið – þessi sveit…

Hljómsveit Akureyrar [2] (1929-34)

Hljómsveit Akureyrar var eins konar vísir að stórsveit sem starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið undir stjórn tónskáldsins Karls. O. Runólfssonar. Karl O. Runólfsson kom til Akureyrar árið 1929 og bjó þar og starfaði til 1934 og á þeim tíma stjórnaði hann Hljómsveit Akureyrar, sveitin gæti hins vegar hafa átt sér aðeins lengri sögu…

Hljómsveit Akureyrar [4] (1998-2000)

Hljómsveit Akureyrar var starfandi í kringum síðustu aldamót og svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið starfrækt í kringum jól og áramót, og leikið aðeins á Vínartónleikum á Akureyri ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi. Roar Kvam var stjórnandi hljómsveitarinnar sem var á einhverjum tímapunkti fjórtán manna sveit skipuð fjórum fiðlum, flautu, klarinettu, óbó, trompeti, horni, básúnu, sellói,…

Hljómsveit Akureyrar [3] (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1951 á Akureyri undir nafninu Hljómsveit Akureyrar, og var líklega starfrækt undir svipuðum formerkjum og aðrar sveitir undir sama nafni í bænum nokkru fyrr. Stjórnandi þessarar hljómsveitar mun hafa verið Jakob Tryggvason en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari uppplýsingum.