Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [2] (1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar og lék gömlu dansa tónlist á nýársdansleik í Þórscafé í upphafi árs 1965. Nokkuð ljóst er að ekki er um að ræða Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar hina ísfirsku og einnig eru litlar líkur á að um hafi verið að ræða Ásgeir Sigurðsson…