Hljómsveit Axels Kristjánssonar (um 1955)

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar var hljómsveit starfrækt í Reykjavík undir stjórn Axels Kristjánssonar og bar hún nafn hans, Hljómsveit Axels Kristjánssonar. Ekki er alveg ljóst hvenær þessi sveit var nákvæmlega starfandi nema að hún lék í Þórscafé um haustið 1954 en þar var hún fastráðin um skeið, einnig liggur fyrir að hljómsveitin spilaði…