Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar (1955-57)

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar starfaði í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið eftir miðbik sjötta áratugarins. Forsagan að stofnun sveitarinnar var sú að Gísla hafði verið sagt upp í húshljómsveit sem starfaði í Samkomuhúsinu í Eyjum snemma árs 1955, mörgum þótti það hart en Gísli var fatlaður og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann lagði þó…