Hljómsveit Höskuldar Þórhallssonar (1945)

Trompetleikarinn Höskuldur Þórhallsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir heitinu Hljómsveit Höskuldar Þórhallssonar um miðjan fimmta áratug síðustu aldar, sveitin starfaði að minnsta kosti árið 1945 en líklegast lengur – hún lék um tíma á Röðli. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skipan sveitar Höskuldar fyrir utan að Þorsteinn Eiríksson (Steini Krúpa) mun hafa verið trommuleikari…