Hljómsveit hússins [1] (um 1955-60)

Hljómsveit var starfrækt á síðari hluta sjötta áratugarins í Bolungarvík, hún var í raun nafnlaus en var iðulega kölluð Hljómsveit hússins en hún lék töluvert fyrir dansi í félagsheimilinu í Bolungarvík. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær sveitin starfaði, hún er yfirleitt sögð hafa verið stofnuð 1957 en það stangast á við að söngkonan mun…

Hljómsveit hússins [2] (1980)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Sauðárkróki – líklega árið 1980, undir nafninu Hljómsveit hússins en sveitin spilaði hugsanlega aðeins einu sinni opinberlega. Meðlimir Hljómsveitar hússins voru þeir Reynir Kárason bassaleikari, Hörður Guðmundsson harmonikkuleikari, Haukur Þorsteinsson harmonikku- og saxófónleikari, Sigurgeir Angantýsson hljómborðsleikari [?], Sigurður Björnsson gítarleikari [?] og Jón Jósafatsson trommuleikari.

Hljómsveit hússins [4] (1993-95)

Á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit hússins og átti hún lag í kvikmyndinni Ein stór fjölskylda, og á plötu sem kom út í tengslum við myndina. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Ari Kristinsson píanóleikari, Einar Guðmundsson bassaleikari, Daði Guðbjartsson fiðluleikari og Eggert Einarsson trommuleikari. Hér er giskað á…