Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði (1946-47)

Heimildir eru fyrir því að innan góðtemplarahreyfingarinnar í Hafnarfirði hafi starfað lítil hljómsveit árin 1946 og 47 undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins í Hafnarfirði. Engar frekari upplýsingar er hins vegar að finna um þessa hljómsveit og væru því upplýsingar um hana vel þegnar.

Hljómsveit I.O.G.T. hússins (1948-50)

Á árunum 1948 til 50 (e.t.v. lengur) starfaði hljómsveit innan I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinnar) í Reykjavík undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins. Þessi sveit kom fram í nokkur skipti opinberlega, þegar hún lék gömlu dansana á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi sumarið 1948 og svo aftur á skemmtun um haustið, og svo sumarið 1950. Meðlimir Hljómsveitar I.O.G.T. hússins…