Hljómsveit Jóa Ásmunds (1999)
Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóa Ásmunds kom fram á einum tónleikum haustið 1999 og var hún líkast til sett saman fyrir þá einu uppákomu en um var að ræða einhvers konar funk/fusion sveit. Meðlimir sveitarinnar voru allt þekktir tónlistarmenn, hljómsveitarstjórinn Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Jóel Pálsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.
