Hljómsveit Kristjáns Magnússonar (1960-62)

Kristján Magnússon píanóleikari starfrækti hljómsveit um tveggja ára skeið í byrjun sjöunda áratugarins, sem lék að því er virðist mestmegnis í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og Klúbbnum en sveitin varð fyrsta hljómsveitin sem lék í síðarnefnda húsinu. Hljómsveitin tók til starfa um sumarið 1960 og starfaði eitthvað fram á 1962 en því miður eru upplýsingar um…