Hljómur [1] (1990-)

Samkórinn Hljómur hefur verið starfræktur á Akranesi síðan 1990 en hann er kenndur við félagsskapinn FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni sem hafði verið stofnað ári fyrr. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sögu kórsins frá fyrstu árum hans og t.a.m. liggur ekkert fyrir um stjórnendur hans fyrstu árin. Árið 1997 tók…

Hljómur [4] (2008 / 2010)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem sett var saman innan harmonikkufélagsins Hljóms haustið 2008 undir sama nafni (Hljómur) en þessi sveit lék á samkomu félagsins undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sveitin mun hafa verið sett saman úr minni harmonikkuhópum innan félagsins, Eldborginni, Fönix, Smáranum og Dragspilsdrottningunum – auk þess léku Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Carl…

Hljómur [5] (2011-)

Kór eldri borgara hafði starfað frá árinu 1990 við Neskirkju undir nafninu Litli kórinn og hafði Inga J. Backman stjórnað honum fyrsta áratug nýrrar aldar. Magnús Ragnarsson tók við kórstjórninni og fljótlega eftir það (haustið 2011) var nafni kórsins breytt í Hljómur. Eftir nafnabreytinguna var Magnús með kórinn í eitt ár og haustið 2012 tók…

Hljómur [2] (2006-)

Pöbbadúettinn Hljómur er vel þekktur í Mosfellsbæ enda hefur hann leikið við ótal skemmtanir og aðrar uppákomur í bænum allt síðan 2006 að minnsta kosti og hefur t.a.m. verið ómissandi liður í dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Það eru þeir Hilmar Gunnarsson og Ágúst Bernharðsson Linn sem skipa Hljóm en þeir syngja báðir og leika…

Hljómur [3] [félagsskapur] (2005-10)

Litlar upplýsingar er að finna um harmonikkufélag á höfuðborgarsvæðinu sem gekk undir nafninu Hljómur. Félagið var líklega sett á laggirnar haustið 2005 af harmonikkuleikaranum Karli Jónatanssyni, og stofnað formlega 2006 en formaður félagsins var Guðný Kristín Erlingsdóttir frá árinu 2007 að minnsta kosti og til 2010, svo virðist sem félagið hafi þá lognast útaf –…