Hæfileikakeppni Safarí [tónlistarviðburður] (1984-85)

Hæfileikakeppni kennd við skemmtistaðinn Safarí við Skúlagötu var haldin sumarið 1984 í tvígang á vegum umboðsskrifstofunnar Sóló og þriðja keppnin var svo haldin árið eftir. Margt er óljóst varðandi þessa/r keppni/r. Efnt var til keppni fyrir hæfileikaríkt fólk á tónlistarsviðinu undir merkjum Hæfileikakeppni Safarí sumarið 1984 og var hljómsveit sett saman til að leika undir…

Hollívúdd (2004)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hollívúdd (Hollywood) starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 2004, herjaði að einhverju leyti á ballmarkaðinn um sumarið og sendi frá sér lag á safnplötu. Hollívúdd kom fram á sjónarsviðið um vorið 2004, lék þá á Gauki á Stöng en þar kom leikarinn og söngvarinn Björgvin Franz Gíslason fram með sveitinni. Í…