Hörmung [1] (um 1976-77)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í grunnskólanum á Skagaströnd undir nafninu Hörmung líklega laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, á að giska í kringum 1976 eða 77 – jafnvel síðar en sveitin var eins konar skólahljómsveit þar. Guðmundur Jónsson gítarleikari (síðar í Sálinni hans Jóns míns, GG blús, Kikk o.m.fl.) var…

Hörmung [2] (1982-83)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Hörmung, líkast til á Höfn í Hornafirði á árunum 1982 til 83 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleik í félagsheimilinu Sindrabæ á Höfn á öðrum degi jóla 1982. Hér er óskað eftir nöfnum meðlima sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma auk frekari upplýsinga sem heima…

Hörmung [3] (2013-15)

Rokkhljómsveitin Hörmung starfaði á Ísafirði á árunum 2013 til 2015 hið minnsta, hugsanlega hefur hún verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Guðmundsson gítarleikari, Brynjar J. Olsen gítarleikari, Egill Bjarni Vikse hljómborðsleikari [og söngvari?], Slavyan Yordanov bassaleikari og Valgeir Skorri Vernharðsson trommuleikari. Sveitin var nokkuð virk meðan hún starfaði og lék í fjölmörg…