Hot spring serían [safnplöturöð] (2010-15)

Hot spring safnplötuserían var samstarfsverkefni útgáfufyrirtækisins Senu, Icelandair og tónlistar.is og var viðleitni þeirra til að koma nýrri og nýlegri íslenskri tónlist á framfæri til erlendra ferðamanna því auk þess sem plötur seríunnar voru seldar í almennum plötuverslunum voru þær einnig á boðstólum í flugvélum Icelandair. Fyrsta platan kom út árið 2010 og bar einfaldlega…

Hot spring (2010-11)

Rokksveit ungra tónlistarmanna úr Þorlákshöfn kepptu vorið 2011 í Músíktilraunum undir nafninu Hot spring en varð ekki svo fræg að komast í úrslit tilraunanna. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurjón Óli Arndal Erlingsson gítarleikari og söngvari, Ragnar Már Þorvaldsson bassaleikari, Arnór Bragi Jóhannsson gítarleikari og söngvari og Bergsveinn Hugi Óttarsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…