Hljómsveit Oscars Johansen (1911-12)

Oscar Johansen var dansk-sænskur fiðluleikari sem bjó hér á landi og starfaði um þriggja ára skeið á árunum 1909 til 1912, hann kenndi hér á fiðlu en var fyrst og fremst ráðinn hingað til lands til að leika fyrir gesti á Hótel Íslandi en hélt reyndar einnig tónleika víða um land. Oscar stofnaði hljómsveit sem…

Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Axels Einarssonar (1989)

Haustið 1989 lék hljómsveit í Norðursal Hótel Íslands á dansleikjum undir nafninu Hljómsveit Axels Einarssonar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit nema að hún starfaði undir stjórn Axels Einarssonar, sem var að öllum líkindum gítarleikari hennar. Hér er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina, aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem…