Hljómsveit Hótel Þrastar (1945-47)

Hljómsveitir störfuðu innan Hótel Þrastar í Hafnarfirði um miðbik fimmta áratugar síðustu aldar í nafni hótelsins, upplýsingar um þær eru hins vegar af skornum skammti. Hótel Þröstur opnaði haustið 1945 en það hafði áður borið nafnið Hótel Björninn, fimm manna strengjasveit lék á hótelinu fyrst um sinn undir stjórn Óskars Cortes og reyndar var hún…

Hljómsveit Hótel Bjarnarins (1931-44)

Fjölmargar húshljómsveitir léku á dansleikjum og skemmtunum Hótel Bjarnarins í Hafnarfirði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar en upplýsingar um þær sveitir eru undantekningalítið afar takmarkaðar. Þegar Hótel Björninn opnaði vorið 1931 lék tríó bæði síðdegis og á kvöldin en þegar nær dró hausti virðist sem sveitin hafi eingöngu leikið á kvöldin og hugsanlega…