Hrafnar [3] (2008-)

Hrafnar er hljómsveit sem á sér í raun heilmiklu forsögu því um er að ræða upprunalegu útgáfuna af Pöpum frá Vestmannaeyjum sem gerði garðinn frægan um skeið. Sveitin hefur sent frá sér plötur og vakið heilmikla athygli fyrir nálgun sína á þjóðlagatónlist. Papar höfðu verið stofnaðir árið 1986 og starfaði sú sveit allt til 2008,…

Hrafnar [2] (1990-91)

Rokksveitin Hrafnar starfaði á Akureyri um eins árs skeið í byrjun níunda áratugarins en um var að ræða tríó ungra tónlistarmanna sem tóku virkan þátt í þeirri grósku sem þá var í gangi í norðlensku rokki. Meðlimir Hrafna voru þeir Hans Wium bassaleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson trommuleikari (Rögnvaldur gáfaði) og Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari.…

Hrafnar [4] (2009)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit / tríó sem bar nafnið Hrafnar og lék á 15 ára afmælishátíð samnefnds mótorhjólaklúbbs – Hrafnar MC, sumarið 2009. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan sem og um starfstíma hennar og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.

Hrafnar [1] (1965-66)

Veturinn 1965-66 var starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni undir nafninu Hrafnar, þar var á ferð hluti hljómsveitarinnar Mono system sem hafði starfað innan skólans veturinn á undan en með mannabreytingunum var ákveðið að skipta um nafn og taka upp Hrafna-nafnið. Meðlimir Hrafna voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Páll V. Bjarnason orgelleikari, Jón Páll…

Helgi Hermannsson (1948-)

Helgi Hermannsson var lengi vel tengdur hljómsveitarnafninu Logar en í seinni tíð hefur hann verið þekktari sem þjóðlagatónlistarmaður, hann hefur starfað við tónlist nánast alla sína tíð og komið þar víða við sögu. Helgi Hermannsson fæddist í Reykjavík árið 1948 og er því ekki Vestmannaeyingur frá blautu barnsbeini eins og margir kynnu að ætla. Hann…