Hrafnaspark [2] (2001-18)

Hrafnaspark var svokallað Django djasstríó en tónlistin er kölluð svo eftir Django Reinhardt sem fyrstur kom fram með þá tegund gítardjass eða sígaunadjass eins og hún er einnig kölluð. Sveitin var stofnuð vorið 2001 á Akureyri upp úr námskeiðum sem hið hollenska Robin Nolan trio hélt þar en þar var áhersla lögð á Django djassinn,…

Hrafnaspark [1] (2000)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem lék á Gullöldinni sumarið 2000 undir nafninu Hrafnaspark, ekki er um að ræða sveit með sama nafni sem starfaði á Akureyri litlu síðar. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi Hrafnasparks og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina.