Hrafnaþing (2003-09)

Hljómsveit sem bar nafnið Hrafnaþing starfaði snemma á þessari öld, líklega á árunum 2003 til 2009 en þó ekki samfleytt. Sveitina skipuðu Friðrik Álfur Mánason (Svarti álfur) söngvari, Aðalbjörn Tryggvason trommuleikari (Sólstafir o.fl.), Stefán Jónsson bassaleikari (Saktmóðigur) og Steini Dýri [?] gítarleikari. Hrafnaþing lék thrash metal og kom fyrst fram opinberlega á tónleikum ásamt fleiri…