Hátveiro (2012-15)

Hljómsveitin Hátveiro (H2O) starfaði um nokkurra ára skeið á öðrum áratug þessarar aldar og kom fram á nokkrum tónleikum á því tímabili. Hátveiro var stofnuð árið 2012 í því skyni að flytja tónlist bresku hljómsveitarinnar Genesis en upphaflega skipan sveitarinnar var Björn Erlingsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari og Árni Steingrímsson gítarleikari en fljótlega bættust í…

Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] (1990-)

Söngkeppni framhaldsskólanna er sér íslenskur viðburður sem haldin hefur verið síðan árið 1990. Keppnin hefur síðan þá einungis fallið niður í eitt skipti. Fyrsta söngkeppnin var haldin vorið 1990 en hugmyndin var ekki alveg ný af nálinni, undirbúningur hafði þá staðið yfir frá því haustið á undan en keppnin átti sér lengri aðdraganda. Fjórtán skólar…