Hátveiro (2012-15)
Hljómsveitin Hátveiro (H2O) starfaði um nokkurra ára skeið á öðrum áratug þessarar aldar og kom fram á nokkrum tónleikum á því tímabili. Hátveiro var stofnuð árið 2012 í því skyni að flytja tónlist bresku hljómsveitarinnar Genesis en upphaflega skipan sveitarinnar var Björn Erlingsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari og Árni Steingrímsson gítarleikari en fljótlega bættust í…

