Kátar systur (1967-68)

Söngkvartettinn Kátar systur starfaði í Mosfellssveitinni um tveggja ára skeið 1967-68 og sungu einkum á skemmtunum á heimaslóðum. Um var að ræða fjórar stúlkur úr kirkjukór Lágafellssóknar, þær Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Úlfhildur Geirsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) en sú síðast talda lék gjarnan á gítar undir söng þeirra.