Afmælisbörn 30. mars 2025

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sjötugur og á því stórafmæli í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er…

Hrefna Tynes (1912-94)

Hrefnu Tynes verður sjálfsagt fyrst og fremst minnst fyrir störf hennar í þágu skáta en hún var einnig texta- og lagahöfundur og reyndar liggja eftir hana tveir textar sem allir Íslendingar þekkja. Hrefna Tynes (fædd Þuríður Hrefna Samúelsdóttir) var fædd í Súðavíkurhreppi fyrir vestan vorið 1912 en flutti með fjölskyldu sinni til Ísafjarðar ung að…