Afmælisbörn 12. september 2025

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er fjörutíu og sex ára gamall á þessum dagi. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið.…

Hrefna Unnur Eggertsdóttir (1955-)

Píanóleikarinn og -kennarinn Hrefna Unnur Eggertsdóttir hefur staðið í fremstu röð um árabil, leikið á ótal tónleikum sem undirleikari einsöngvara og meðleikari tónlistarfólks af ýmsu tagi auk annarra tónleikatengdra verkefna, hún hefur jafnframt kennt á píanó um langa tíð. Hrefna Unnur Eggertsdóttir er fædd 1955, ættuð úr Garðinum og steig sín fyrstu skref í Tónlistarskólanum…