Hreggviður Jónsson [2] (1941-2011)
Hreggviður Jónsson harmonikkuleikari var kunnur fyrir hljóðfæraleik austur á Fjörðum og Héraði en hann samdi einnig tónlist og var í forsvari fyrir félagsstarf harmonikkuleikara fyrir austan. Hreggviður Muninn Jónsson fæddist snemma árs 1941 en hann var frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð á Héraði. Hann var yngstur sex bræðra sem flestir eða allir léku á hljóðfæri og…
