Hress/Fresh (2005-08)

Hljómsveitin Hress/Fresh starfaði í nokkur ár snemma á þessari öld og lék fönkskotna tónlist. Fyrstu heimildir um sveitina eru frá því um haustið 2005 en af og til heyrðist til sveitarinnar árið eftir, þá lék hún tvívegis á tónleikum í Hinu húsinu ásamt fleiri sveitum. Það var svo vorið 2007 sem Hress/Fresh birtist í Músíktilraunum…