Hreyfilskórinn [1] (1949-67)

Karlakór var starfræktur um tveggja áratuga skeið um og upp úr miðri síðustu öld innan bifreiðastöðvarinnar Hreyfils en þar störfuðu nokkur hundruð bílstjóra, kórinn gekk undir nafninu Hreyfilskórinn. Hreyfilskórinn mun hafa verið stofnaður árið 1949 og stjórnaði Jón G. Guðnason honum fyrstu tvö árin eða til 1951 en þá tók Högni Gunnarsson við kórstjórninni og…

Hreyfilskórinn [2] (1993-98)

Hreyfilskórinn hinn síðari, einnig nefndur Kvennakór Hreyfils starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum og var eins og síðarnefnda heitið gefur til kynna, kvennakór. Hreyfilskórinn, sem var stofnaður haustið 1993, söng undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur frá upphafi og til árins 1997 en þá tók Sigurður Bragason við söngstjórninni, hann virðist hafa stjórnað kórnum í…

Hreyfilskvartettinn (1960-70)

Fáar heimildir er að finna um Hreyfilskvartettinn svokallaða en hann starfaði lengi innan Hreyfilskórsins, karlakórs bifreiðastöðvarinnar Hreyfils og söng líklega mestmegnis eða eingöngu á skemmtunum innan fyrirtækisins. Hreyfilskvartettinn var stofnaður árið 1960 innan kórsins en þegar kórinn var lagður niður árið 1967 starfaði kvartettinn áfram til ársins 1970. Árið 1968 var hann skipaður þeim Vilhjálmi…