Hilmar J. Hauksson (1950-2007)

Tónlistarmaðurinn Hilmar J. Hauksson kom víða við í tónlist á sínum æviferli en hann lést langt fyrir aldur fram. Hilmar Jón Hauksson var fæddur í Reykjavík snemma árs 1950, hann hóf snemma að iðka tónlist en var líklega að mestu eða öllu leyti sjálfmenntaður í þeim fræðum. Hilmar var í nokkrum hljómsveitum á menntaskólaárum sínum…

Hrím [4] (1989-90)

Óskað er eftir upplýsingum um pöbbasveit sem starfrækt var sem eins konar húshljómsveit í Ölveri í Glæsibæ veturinn 1989 til 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar en þessi sveit er alls ótengd þjóðlagasveit með sama nafni sem starfaði fáeinum árum fyrr.

Hrím [3] (1981-85)

Þjóðlagahljómsveitin Hrím starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og sendi frá sér bæði plötu og kassettu, sveitin lék töluvert á erlendum vettvangi. Hrím var stofnuð haustið 1981 og var reyndar fyrst um sinn auglýst sem söngflokkur og starfaði e.t.v. sem slíkur framan af. Hópurinn taldi í upphafi fimm meðlimi en það voru þau…

Hrím [2] [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Ingibergur Þorkelsson starfrækti um tíma útgáfufyrirtæki sem bar nafnið Hrím. Ingibergur hafði árið 1975 starfrækt útgáfu- og umboðsfyrirtækið Demant við þriðja mann en þegar það fyrirtæki hætti störfum stofnaði hann Hrím sumarið 1976. Hrím varð reyndar hvorki afkasta- eða umsvifamikið á markaðnum en gaf um haustið út plötuna Fram og aftur um blindgötuna með Megasi,…

Hrím [1] (1967-70)

Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…