Hörður Bragason (1959-)

Tónlistarmaðurinn Hörður Bragason á eins og margir af hans kynslóð tónlistarferil sem spannar afar fjölbreytilegt svið, allt frá pönki til kirkjutónlistar og auðvitað allt þar á milli. Hann þykir jafnframt með skrautlegri karakterum í tónlistinni og fjölbreytileiki tónlistarferils hans ber líklega vitni um að hann tekur að sér hin ólíkustu hlutverk og verkefni. Hörður er…

Hringir [1] (1989-2017)

Hljómsveitin Hringir (einnig oft nefnd sýrupolkahljómsveitin Hringir) starfaði um nokkurra áratuga skeið frá því á síðustu öld og fram á þessa, og reyndar er ekki alveg ljóst hvort sveitin sé lífs eða liðin. Hún hefur starfað með hléum og þegar þetta er ritað virðist sem hún hafi síðast komið fram opinberlega árið 2017, hins vegar…

Hringir [2] (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um gospelhljómsveit sem starfaði árið 1997 undir nafninu Hringir en sveitin lék þá í Grafarvogskirkju, að minnsta kosti einu sinni. Hér vantar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og starfstíma hennar. Ekki er útilokað að hér sé á ferðinni sama sveit og Hörður Bragason, Kristinn H. Árnason og Kormákur Geirharðsson starfræktu…