Hrókar [1] (1965-66)

Ekki liggja fyrir margar heimildir um unglingahljómsveit sem bar nafnið Hrókar en hún mun hafa starfað í Kópavogi á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að gítarleikarinn Björgvin Gíslason var einn meðlima Hróka og var þetta hugsanlega fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og er því…

Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Hrókar [3] (1973-94)

Tríóið Hrókar starfaði í um tvo áratugi og sérhæfði sig í spilamennsku tengdri einkasamkvæmum s.s. árshátíðum og þorrablótum og verður kannski helst minnst fyrir að spila hjá átthagafélögum, ekki er víst að sveitin hafi starfað alveg samfleytt en erfitt er að finna upplýsingar um sveitina þar sem hún svo oft í einkasamkvæmum. Sveitin var stofnuð…