Hughrif [1] (2008)
Hljómsveit sem bar nafnið Hughrif starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2008 og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum þá um vorið. Meðlimir Hughrifa voru þeir Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson hljómborðsleikari, Sigurður Ingi Einarsson trommuleikari, Magnús Ingvar Ágústsson bassaleikari, Baldvin Ingvar Tryggvason gítarleikari og Ingvar Bjarki Einarsson gítarleikari – ekki eru upplýsingar um hver annaðist sönginn. Sveitin komst ekki…

