Hugsjón [1] (1970)

Árið 1970 var starfandi hljómsveit í Bolungarvík undir nafninu Hugjón. Fyrir liggur að meðal hljómsveitarmeðlima Hugsjónar voru Ingi Kristinsson trommuleikari og Jóhann Helgason [?] en að öðru leyti er engar aðrar upplýsingar um þessa sveit að finna og er því hér með óskað eftir þeim.

Hugsjón [2] (1970-71)

Hljómsveit að nafni Hugsjón starfaði um eins árs skeið á Dalvík í upphafi áttunda áratugarins. Hugsjón var stofnuð vorið 1970 og voru meðlimir hennar Ingólfur Jónsson hljómborðsleikari, Páll Gestsson gítarleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og Sólveig Hjálmarsdóttir söngkona. Sveitin starfaði um eins árs skeið og lék mestmegnis á heimaslóðum en…

Hugsjón [3] (1989-92)

Hljómsveitin Hugsjón var unglingahljómsveit sem starfaði í Keflavík í kringum 1990 en sveitin starfaði í nokkur ár, þó með hléum. Hugsjón mun hafa verið stofnuð árið 1989 af þeim Einari Jónssyni gítarleikara og Jóni Ó Erlendssyni trommuleikara en fleiri gengu svo til liðs við sveitina í kjölfarið, mest voru sex meðlimir í Hugsjón en árið…