Húnavaka [1] [tónlistarviðburður] (1944-99)

Húnavaka var eins konar menningarhátíð sem haldin var í Austur-Húnavatnssýslu (síðar Húnaþingi) en hún var mikilvægur partur af menningarlífi Húnvetninga um árabil þegar skemmtanir voru af skornum skammti, hátíðina sóttu þúsundir gesta og komu þeir víða að. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær Húnavaka var fyrst haldin, flestar heimildir herma að hátíðin hafi fyrst verið…

Karlakórinn Vökumenn (1958-81)

Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði. Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði…