Hver dó? [1] (1969-70)

Hljómsveitin Hver dó? var starfrækt á Akureyri, að öllum líkindum veturinn 1969 til 70 og starfaði þá í nokkra mánuði. Sveitin hafði verið stofnuð upp úr Geislum sem þá var hætt störfum og þaðan komu bræðurnir Sigurður gítarleikari og Páll trommuleikari Þorgeirssynir en aðrir liðsmenn sveitarinnar voru þeir Ingólfur Steinsson, Níels Níelsson og Bergur Þórðarson.…

Hver dó? [2] (1994)

Rokktríóið Hver dó? starfaði á Akureyri vorið 1994 og var alls óskyld sveit sem starfaði undir sama nafni í bænum 25 árum fyrr. Nafnið átti sér líklegri tengingu við aðra rokksveit sem starfaði á Akureyri um sama leyti og hét Hún andar. Meðlimir Hver dó? voru nemendur í Síðuskóla en þeir voru Atli Hergeirsson söngvari…