Skólahljómsveit Hvolsskóla (1957)

Veturinn 1956-57 var starfrækt skólahljómsveit í Hvolsskóla á Hvolsvelli en slíkt þótti óvenjulegt í skóla sem einungis hafði að geyma um fimmtíu nemendur. Hljómsveitina skipuðu ellefu nemendur við skólann, átta stúlkur og þrír drengir og léku þau á gítar, blokkflautur, sýlófón, trommu og slagverk undir stjórn skólastjórafrúarinnar, Birnu Frímannsdóttur.