Hyldýpi (2000)

Hljómsveitin Hyldýpi frá Selfossi var starfandi árið 2000 og keppti þá í Músíktilraunum Hins hússins. Meðlimir sveitinnar voru Vignir Egill Vigfússon gítarleikari, Viktor Ingi Jónsson bassaleikari, Þorsteinn Már Jónsson trommuleikari og Helgi Rúnar Gunnarsson gítarleikari. Hyldýpi komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.