Iceland Airwaves 2025 – Laugardagur

Þriðji og síðasti myndapakkinn frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni er kominn inn á Facebook-síðu Glatkistunnar – að þessu sinni er að finna nokkrar myndir frá laugardagskvöldinu. Venju samkvæmt var úrval tónlistaratriða mikið.

Iceland Airwaves 2025 – Fimmtudagur

Eins og undanfarin ár birtir Glatkistan myndasyrpur frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni og má sjá myndir frá fimmtudagskvöldinu á Facebook-síðu vefsíðunnar. Fleiri slíkar syrpur munu birtast næstu dagana.

Iceland Airwaves 2025

Það er komið að enn einni Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni, þeirri tuttugustu og sjöttu í röðinni en hátíðin hefur verið árviss viðburður síðan 1999 þegar flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli var vettvangur hennar. Hátíðin hófst í dag miðvikudag með nokkrum uppákomum – m.a. á Grund en hún hefst formlega á morgun fimmtudag með þéttri dagskrá á stöðum…

Dagskrá Iceland Airwaves 2025 tilbúin

Biðin er á enda – nú er ljóst hvernig dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves verður háttað þetta árið en nú eru aðeins þrjár vikur til stefnu, tuttugu nýir listamenn frá öllum heimshornum hafa nú bæst í hóp þeirra sem áður hafði verið tilkynnt um en þeir verða á annað hundrað talsins. Meðal þeirra tuttugu sem bætt…

Átján listamenn bætast við IA25

Átján nýir listamenn hafa nú bæst í hóp þeirra sem koma fram á dagskrá Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í haust en tilkynnt var um þá í vikunni. Nú stefnir í að Airwaves vikan verði eitt risastórt ævintýri þar sem fólk getur sett saman sína eigin dagskrá með framandi hljóðheimi og töfrum morgundagins –…

Enn bætist við fjölda atriða á Iceland Airwaves 2025

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í haust eins og síðustu 25 árin, og nú hefur heldur betur bæst í hóp þeirra þrjátíu og fimm tónlistaratriða sem áður hafði verið tilkynnt um því nú hafa tuttugu og níu slík bæst við – hér má nefna tónlistarfólk m.a. frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu. Íslensku flytjendurnir sem bæst…