Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar (1966-67)

Hljómsveit var starfandi veturinn 1966-67 í Suður-Þingeyjarsýslu, hugsanlega á Húsavík og að öllum líkindum undir stjórn Sigurðar Friðrikssonar (Sidda) harmonikku- og orgelleikara – hér er því giskað á að sveitin hafi borið nafn hans, Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar eða jafnvel Tríó Sigurðar Friðrikssonar. Með Sigurði störfuðu í hljómsveitinni Páll Friðriksson (bróðir Sigurðar) og Illugi Þórarinsson, engar…

Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Illugi Þórarinsson (1935-91)

Þingeyingurinn Illugi (Arinbjörn) Þórarinsson var kunnur harmonikku- og hljómborðsleikari, iðulega kenndur við Hamraborg í Reykjadal þar sem hann bjó lengstum en hann var fæddur og uppalinn í Mývatnssveit. Illugi (f. 1935) lék á harmonikku einn síns liðs og með fjölmörgum hljómsveitum um fjörutíu ára skeið – hér má nefna sveitir eins og Sextett Sidda, Illa…