Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Maraþon (1980-81)

Hljómsveit að nafni Maraþon starfaði í Hveragerði 1980 og 81. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Ingvar Bjarnason hljómborðsleikari, Kristján Theódórsson píanó- og gítarleikari, Sæmundur Pálsson gítarleikari og Björn Eiríksson söngvari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.