Háeyrarkvartettinn (1994-96)

Háeyrarkvartettinn (Háeyrarkvintettinn) starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og var settur saman sérstaklega fyrir djass- og myndlistarhátíðina Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum en þar lék sveitin að minnsta kosti í tvígang, árið 1994 og 96. Það var Sigurður Guðmundsson, kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum sem var eins konar hljómsveitarstjóri og var sveitin því…

Beiskar jurtir (1991-92)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um tríóið sem þó hefur líkast til sungið trúarlega tónlist, en hugsast gæti að meðlimir þess hafi verið Gunnbjörg Óladóttir, Íris Guðmundsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Lesendur mættu gjarnan fylla inn í þær eyður sem hægt er.