Íslenski hljóðmúrinn (1998-99)
Íslenski hljóðmúrinn var samstarfsverkefni Jóhanns Jóhannssonar og Óskars Guðjónssonar veturinn 1998-99 og e.t.v. lengur. Þeir Jóhann og Óskar léku eins konar tilraunatónlist á tölvu og saxófón og komu fram í nokkur skipti á uppákomum tengdum tónleikaröðinni Tilraunaeldhúsinu sem þá var í gangi.
