Hljómsveit Jóhanns Gunnars Halldórssonar (1948 / 1953 / 1963-64)

Heimildir eru um að minnsta kosti þrjár hljómsveitir sem störfuðu í nafni hljómsveitarstjórans Jóhanns Gunnars Halldórsson, sem störfuðu yfir rúmlega fimmtán ára tímabil. Fyrsta Hljómsveit Jóhanns Gunnars (eða Hljómsveit Jóhanns G. Halldórssonar) var húshljómsveit í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina (Gúttó) árið 1948 og hafði þá starfað um nokkurt skeið – hversu lengi liggur þó ekki fyrir.…

Hljómsveit I.O.G.T. hússins (1948-50)

Á árunum 1948 til 50 (e.t.v. lengur) starfaði hljómsveit innan I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinnar) í Reykjavík undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins. Þessi sveit kom fram í nokkur skipti opinberlega, þegar hún lék gömlu dansana á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi sumarið 1948 og svo aftur á skemmtun um haustið, og svo sumarið 1950. Meðlimir Hljómsveitar I.O.G.T. hússins…