Kaos (1994)

Hljómsveitin Kaos starfaði í Reykjavík 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilrunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Edvald Morthens söngvari, Eyjólfur R. Eiríksson gítarleikari, Jóhannes K. Pétursson bassaleikari, Jónbjörn Valgeirsson trommuleikari og Viðar Jónsson gítarleikari. Kaos, sem spilaði rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.